Stjórnmálasamband við miðaldarríki?

israel-1
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Er eðlilegt að vera í stjórnmálasambandi við Ísraelsríki þegar markmið þess er að sprengja Gaza-ströndina „aftur á miðaldir“? Er forsvaranlegt að vera í viðskiptum við ríki sem réttlætir dráp á saklausum borgurum, þar á meðal börnum, með þeim  orðum að það verði að tryggja öryggi Ísraelsríkis til næstu fjörtíu ára?

Ofbeldið verður að stöðva. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að slíta öll stjórnmálatengsl við Ísrael og ég hvet íslenska borga til að hætta að versla vörur frá Ísrael. Stjórnmálamenn í Ísrael verða að fá skýr skilaboð frá umheiminum um að ofbeldi gagnvart saklausum borgurum verði ekki liðið.

Ísland hefur ekkert að gera með að vera í tengslum við miðaldarríki.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka