Ekki ríkisstjórninni að kenna

Samkvæmt útreikningum Alþýðusambandsins hefur kaupmáttur launa rýrnað um tæp 6% á síðustu fimm árum. Flestir finna fyrir því að þeir hafa minni pening á milli handanna. Ekki bara vegna skulda heldur vegna þess að almennar neysluvörur hafa hækkað meira en tekjur almennings. Við höfum flest í raun tekið á okkur launalækkun síðustu árin. Þetta er auðvitað vont, sérstaklega þegar fólk er vant því að hafa sífellt meiri pening á milli handanna. Ég vona að fólk átti sig samt á því að þetta er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna.

Hér var í gangi bullandi bóluhagkerfi í boði flokka sem nú vilja ólmir komast aftur til valda og bæta fyrir „klúður“ vinstriflokkanna. Maður þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að átta sig á því að 90% íbúðarlán, vaxtaokur, einkavinavæðing bankanna, slakt eftirlit með bankakerfinu og almennt regluhatur er uppskrift að hruni. Það voru stjórnmálamenn sem í nafni frjálshyggju og  populisma komu okkur í þessi vandræði. Gleymum því ekki. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka