Játning fábjána

skodun-2-0_logo_blatt-1200
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Ég hef oft gagnrýnt listamannalaun og ríkismenningu almennt á þessum síðum. Fá umræðuefni hafa vakið upp jafn sterk viðbrögð. Persónulegar árásir eru ekki óalgengar þegar rætt er um afskipti ríkisins af menningarneyslu borgaranna.  Ég minnist þess þó ekki að hafa verið kallaður fábjáni áður. Þráinn Bertelsson þing- og gáfumaður bætti heldur betur úr því í viðtali á Bylgjunni í morgun. Þar kallaði hann alla þá sem efast um að greiða eigi listamannalaun fábjána.

Kannski að Þráinn ætti að stilla hroka sínum örlítið í hóf og reyna þess í stað að rökstyðja mál sitt. Hugsanlega er til of mikils mælst að ætlast til þess að þingmenn kunni að rökræða. Ég veit það ekki, enda er ég fábjáni.

Sjá greinar um ríkismenningu.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka