Eineltisdraugar

Einelti
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

bullyingFyrir nokkrum dögum varð ég vitni að merkilegu samtali tveggja vina minna. Báðir þessir vinir mínir höfðu orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í barnaskóla, rétt eins og ég. Samtalið fjallaði um reynslu þeirra frá því kvöldinu áður. Það kvöld höfðu þeir rekist á einn gerandan sem gerði þeim lífið leitt fyrir hartnær 20 árum. Þeim var heitt í hamsi og sáu þeir mikið eftir því að hafa ekki tekið manninn og lúbarið hann. Lýsingarnar á því hvernig þeir vildu ganga í skrokk á manninum og niðurlægja hann voru ógnvekjandi, sérstaklega í ljósi þess að hvorugur þessara vina minna er þekktur fyrir ofbeldisverk. Þau eru orðin mjög mörg árin síðan ég átti mér fantasíur um ofbeldisverk gagnvart óvinum úr æsku. Sem betur fer er ég ekki reiður lengur.

Eineltisreynsla getur haft djúpstæð áhrif á þá sem verða fyrir henni. Ég veit að eineltisreynsla mín hefur haft meiri áhrif á mig en ég hef oft þorað að viðurkenna. Eineltið hefur greinilega líka haft áhrifa á vini mína. Það er ljóst þegar fullorðnir rólyndismenn tala af fullri alvöru um að berja einstakling sem fór illa með þá þegar hann var krakki, fyrir tveim áratugum síðan.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka