Leitin að guðseindinni og heimsendaspár

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

11/09/2008

11. 9. 2008

Afskaplega þykir mér leiðinlegt þegar fréttir eru matreiddar til þess að valda ótta, umtal í stað þess að uppfræða. Ágætt dæmi um slíka matreiðslu er umræða síðustu daga um nýja LHC öreindahraðalinn. Í stað þess að flytja skemmtilegar og uppræðandi fréttir um þetta merka tæki sem gæti varpað nýju ljósi á alheiminn beina fréttamenn sviðljósinu […]

lhcAfskaplega þykir mér leiðinlegt þegar fréttir eru matreiddar til þess að valda ótta, umtal í stað þess að uppfræða. Ágætt dæmi um slíka matreiðslu er umræða síðustu daga um nýja LHC öreindahraðalinn. Í stað þess að flytja skemmtilegar og uppræðandi fréttir um þetta merka tæki sem gæti varpað nýju ljósi á alheiminn beina fréttamenn sviðljósinu að einhverjum rugludöllum sem telja LHC hraðalinn geti tortímt veröldinni. Það væri auðvitað merkileg frétt ef einhver virtur vísindamaður væri þeirrar skoðunar, en svo er ekki. Af fréttaflutningi síðustu daga að dæmi gæti fólk þó haldið að eitthvað væri til í þessari dómsdagsspá.

Eitt helsta markmið LHC hraðalsins er að finna „nýja“ öreind sem kallast Higgs-bóseind. Eðlisfræðingar hafa lengi (frá 1964) gert ráð fyrir tilvist þessarar öreindar en hafa þó aldrei „séð“ hana í tilraunum. Higgs-bóseindin hefur þannig stundum verið kölluð „guðseindin“ einmitt vegna þess að margir trúa á tilvist hennar þó að hún hafi aldrei sést. Vonast er til að hægt verði að staðfesta tilvist Higgs-bóseindarinnar með nýja LHC hraðlinum (ég veit þetta hljómar eins og kjarneðlisfræði!).

Það sem eðlisfræðingum (og öðrum nördum eins og mér) þykir einna merkilegast við Higgs-bóseindina er að hún kann að útskýra af hverju efni hefur massa (eitthvað sem maður hefði haldið að vísindamenn vissu nú þegar).

Annars hvet ég áhugasama til að horfa á viðtal við eðlisfræðinginn Michio Kaku á msnbc þar sem hann svarar nokkrum spurningum um LHC hraðalinn og leitina að guðseindinni.

Deildu