Þursaflokkurinn – gæða prog rokk

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fór á vægast sagt stórkostlega tónleika í gær með Þursaflokknum en tónleikarnir voru haldnir á Græna Hattinum hér á Akureyri. Fyrir tónleikana hafði ég lítið hlustað á Þursana, aðeins heyrt eitt og eitt lag í útvarpinu. Það kom mér því á óvart hversu þrusugott band þetta er. Þursarnir spila gæða progressive rokk sem um margt minnir á Dream Theater. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að Dream Theater væru undir áhrifum Þursanna.

Mæli eindregið með Þursatónleikum fyrir þá sem hafa gaman af progressive rokki.