Heiðurslaun sjálfboðaliða

skodun-2-0_logo_blatt-1200
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Fyrirbrigðið „heiðurslaun listamanna“ er ágætt dæmi um ónauðsynleg og óréttlát umsvif ríkisvaldsins. Fámennur hópur þingmanna sem situr í fjárlaganefnd ákveður hvaða listamenn eiga að fá 150 þúsund krónur á mánuði úr pyngju skattgreiðenda fyrir það eitt að stunda áhugamál sitt. Þar sem enginn er neyddur til þess að gerast listamaður er álíka viturlegt að veita listamönnum föst ríkislaun og að setja sjálfboðaliða á launaskrá ríkisins. Nær væri að veita fólki stuðning sem er af óviðráðanlegum ástæðum í fjárhagslegri neyð. Hvað með heiðurslaun einstæðra foreldra?

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka