Hver vill lifa að eilífu?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/07/2007

4. 7. 2007

Sumar vefsíður eru áhugaverðari en aðrar. Ein af mínum uppáhaldsvefsíðum (af því ég er nörd) er vefsíðan www.ted.com. Þar er að finna fjöldann allan af fyrirlestrum frá vísindamönnum, heimspekingum og öðrum hugsuðum um ótrúlega fjölbreitt efni. Nú síðast horfði ég á fyrirlestur fluttan af Aubrey de Grey (rannsakanda við Cambridge) sem fullyrðir að fyrsti maðurinn […]

Sumar vefsíður eru áhugaverðari en aðrar. Ein af mínum uppáhaldsvefsíðum (af því ég er nörd) er vefsíðan www.ted.com. Þar er að finna fjöldann allan af fyrirlestrum frá vísindamönnum, heimspekingum og öðrum hugsuðum um ótrúlega fjölbreitt efni. Nú síðast horfði ég á fyrirlestur fluttan af Aubrey de Grey (rannsakanda við Cambridge) sem fullyrðir að fyrsti maðurinn til að ná að lifa í meira en þúsund ár sé líklegast nú þegar fæddur. Þessi umdeildi fræðimaður heldur því fram að ef vísindamenn spýta aðeins í lófana og hefji rannsóknir af krafti sé þessi möguleiki ansi líklegur. Áhugavert fyrir þau ykkar sem stefnið að því að halda gott partí árið 3000.

Sjá nánar:
Fyrirlestur Aubrey de Grey á www.ted.com

Deildu