Próf, vinna og frí

Próf, vinna og frí

Eins og dyggir lesendur (sem varla eru fleiri en fjórir lengur) hafa tekið eftir hefur lítið verið að gerast á Skoðun – punktur – i – ess síðustu vikur. Ástæðan er ekki sú að ég hafi misst áhugann á að skrifa heldur einfaldlega mikið annríki. Eftir mikla próftörn, vinnu og loks frábært sumarfrí í Lanzarote (sem er ein Kanaríeyja) stefni ég að því að tjá mig oftar hér á þessum síðum. Ekki fyrir ykkur heldur fyrir mig. Það er nauðsynlegt að rífa kjaft af og til svo maður tapi ekki geðheilsunni.

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar er fæddur 1976 í Reykjavík. Sigurður er iðjuþjálfi, starfar sem forstöðumaður á skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík og situr í stjórn Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi. Netfang: siggi@skodun.is Sigurður stofnaði vefritið Skoðun þann 23. júní 1999.
Loka