Siðmennt mótmælir tillögum um hækkun sóknargjalda

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

12/09/2005

12. 9. 2005

Siðmennt sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag: „Stjórn Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, leggst alfarið gegn þeim tillögum Þjóðkirkjunnar að hækka beri skatta á almenning sem í dag ganga undir nafninu sóknargjöld. Hvetur Siðmennt stjórnvöld til að hafna öllum slíkum tillögum sem einungis auka óréttmætar álögur á almenning.“ Áfram segir í tilkynningunni: Í […]

Siðmennt sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag:

„Stjórn Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, leggst alfarið gegn þeim tillögum Þjóðkirkjunnar að hækka beri skatta á almenning sem í dag ganga undir nafninu sóknargjöld. Hvetur Siðmennt stjórnvöld til að hafna öllum slíkum tillögum sem einungis auka óréttmætar álögur á almenning.“

Áfram segir í tilkynningunni:

Í dag fær kirkjan yfir 3 milljarða til rekstrar. Tæplega 1,5 miljarður eru sóknargjöld og er það krafa kirkjunnar að þessi upphæð hækki um 50%. Að auki fær kirkjan 1,8 milljarða fjárframlag frá ríkinu á meðan sum trúar- og lífsskoðunarfélög fá hvorki sóknargjöld né aukaframlög. Hér er því um grófa mismunun að ræða.

Ekki hlutverk stjórnvalda að innheimta félagsgjöld
Siðmennt telur að það eigi ekki að vera í verkahring stjórnvalda að sjá um að innheimta félagsgjöld trú- og lífsskoðunarfélaga eða annarra félaga. Siðmennt vill því að almenningur hafi frjálst val um hvort hann greiðir slíkan skatt eða ekki og hvert skatturinn fer sé hann greiddur. Þeir sem ekki vilja greiða hann eigi að hafa möguleika á að hafna slíkum nauðungarsköttum.

Stjórn Siðmenntar
Reykjavík 7. september 2005.

Sjá einnig:
Trúfrelsisstefnu Siðmenntar
http://www.sidmennt.is/trufrelsi/

Grundvöllur fjármála Þjóðkirkjunnar
http://www.kirkjan.is/biskupsstofa/?fjarmal/grundvollur_fjarmala

Deildu