Umsóknir um stöðu hæstaréttardómara óskast

judge-law-domari-log
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Dómsmálaráðuneytið – fréttatilkynning
Staða hæstaréttardómara losnar frá og með 15. október næstkomandi. Af þessum sökum óskar dómsmálaráðuneytið eftir umsóknum frá áhugasömum lögmönnum.

Menntun og hæfniskröfur:
1. Umsækjendur þurfa að hafa lokið lögmannsprófi.
2. Umsækjendur þurfa að teljast hæfir samkvæmt áliti hæstaréttar.
3. Til að tryggja breidd í röðum hæstaréttadómara óskar dómsmálaráðherra sérstaklega eftir lögmönnum sem hafa víðtæka reynslu af lögmannsstörfum og málflutningi.

Allir þeir sem telja sig uppfylla þessar kröfur eru hvattir til að sækja um.

—–


Hvað er undarlegt við þessa tilbúnu fréttatilkynningu?

Svarið er að það virðist ekki henta dómsmálaráðherrum landsins að tilkynna hæfniskröfur umsækjenda fyrirfram. Af einhverjum ástæðum þykir í lagi að auglýsa hæfniskröfur eftirá, eftir að umsóknarfresti er lokið. Hvers vegna skil ég ekki.

Væri ekki skynsamlegra, heiðarlegra og einfaldara að tilkynna fyrirfram hvaða eiginleika væntanlegir umsækjendur þurfa að hafa? Hefðu hugsanlega ekki aðrir sótt um stöðu hæstaréttardómara hefði það verið vitað frá upphafi að sérstaklega væri óskað eftir lögmönnum með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum? Væri slíkt fyrirkomulag ekki opnara og lýðræðislegra. Kæmi slík vinnuregla ekki í veg fyrir grunsemdir um spillingu og geðþóttaákvarðanir? Spyr sá sem ekki veit.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka