Frelsi óttans

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

06/01/2004

6. 1. 2004

Það er langt síðan vesturlandabúum hefur stafað eins mikil ógn af yfirgangi yfirvalda og einmitt nú. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hefur Bandaríkjastjórn, undir stjórn George W. Bush, tekist að skerða frelsi almennings verulega. Ágætt dæmi um þetta eru föðurlandslögin svokölluðu (Patriot acts), sem sett voru á til að vernda frelsi Bandaríkjamanna, en þau […]

Það er langt síðan vesturlandabúum hefur stafað eins mikil ógn af yfirgangi yfirvalda og einmitt nú. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 hefur Bandaríkjastjórn, undir stjórn George W. Bush, tekist að skerða frelsi almennings verulega. Ágætt dæmi um þetta eru föðurlandslögin svokölluðu (Patriot acts), sem sett voru á til að vernda frelsi Bandaríkjamanna, en þau eru ein alvarlegasta árás sem gerð hefur verið á réttarríkið í seinni tíð.

Á vefsíðu ACLU (The American Civil Liberties Union) segir m.a. þetta um föðurlandslögin:

Just 45 days after the September 11 attacks, with virtually no debate, Congress passed the USA PATRIOT Act. Many parts of this sweeping legislation take away checks on law enforcement and threaten the very rights and freedoms that we are struggling to protect. For example, without a warrant and without probable cause, the FBI now has the power to access your most private medical records, your library records, and your student records… and can prevent anyone from telling you it was done.

The Department of Justice is expected to introduce a sequel, dubbed PATRIOT II, that would further erode key freedoms and liberties of every American.

The ACLU and many allies on the left and right believe that before giving law enforcement new powers, Congress must first re-examine provisions of the first PATRIOT Act to ensure that is in alignment with key constitutional protections.

Ótti saklausra borgara við hryðjuverk hefur reynst stríðshaukum í Bandaríkjunum (og annars staðar) mikilvægt vopn og um leið gífurleg ógn við frelsi einstaklinga. Óttinn gerir menn umburðalyndari gagnvart ofríki ríkisvaldsins og því hafa íhaldsmenn og stríðsherrar brugðið á það ráð að sá ótta og óöryggi í huga almennings.

Ríkisstjórn George W. Bush ýtir undir ótta almennings með því að senda reglulega frá sér viðvaranir um yfirvofandi hryðjuverkaárásir og yfirlýsingar um gjöreyðingavopnaeign erlendra einræðisherra. Ótti almennings er síðan notaður til að réttlæta lagasetningar og aðgerðir yfirvalda sem smátt og smátt breyta hinu svokallaða landi frelsisins í lögregluríki.

Frelsisþenkjandi fólk bindur nú vonir við að George W. tapi forsetakosningunum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári því annars má vart búast við öðru en árásum á sjálfsögð mannréttindi verði haldið áfram. Líkur eru hins vegar því miður á að George W. Bush takist að sigra sínar fyrstu forsetakosningarnar og halda þar með völdum. Er ég því hræddur um að það lögregluríki sem hefur verið að myndast í Bandaríkjunum eigi eftir að eflast með ófyrirséðum afleiðingum. Þetta er það sem ég óttast…

Deildu