Marteinn Lúter – siðbótamaður eða siðleysingi?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

27/10/2003

27. 10. 2003

Þjóðkirkja landsins er nefnd eftir „siðbótamanninum“ Marteini Lúter. Íslenskir guðfræðingar segjast flestir byggja túlkun sína á siðferðisboðskap kristinnar trúar á ritum og skýringum Lúters. Eftir margra ára grunn- og framhaldsskólagöngu kemst ekki eitt einasta mannsbarn hjá því að líta á Lúter sem hugrakkan umbótamann. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Lúter var ofstækisfullur gyðingahatari. Hann […]

Þjóðkirkja landsins er nefnd eftir „siðbótamanninum“ Marteini Lúter. Íslenskir guðfræðingar segjast flestir byggja túlkun sína á siðferðisboðskap kristinnar trúar á ritum og skýringum Lúters. Eftir margra ára grunn- og framhaldsskólagöngu kemst ekki eitt einasta mannsbarn hjá því að líta á Lúter sem hugrakkan umbótamann. Sannleikurinn er hins vegar allt annar. Lúter var ofstækisfullur gyðingahatari. Hann átti í reglulegum bardögum við sjálfan djöfulinn. Hann bar enga virðingu fyrir réttindum kvenna og hann hvatti höfðingja til að myrða uppreisnarmenn og galdrakonur. Lúter var líklegast alvarlega veikur á geði og skrif hans og athafnir sanna að hann var siðleysingi.

Galdrar, pyntingar og baráttan við Kölska
Lúter var fyrst og fremst trúarofstækismaður. Hann trúði á galdra og taldi það skyldu hvers kristins manns að drepa bæði galdramenn og galdrakonur. Börn voru ekki undanþegin ofstæki Lúters. Lúter trúði því reyndar að djöfullinn tæki reglulega bólfestu í börnum og að eina leiðin til þess bjarga börnunum væri að henda þeim út í næstu á þar sem þau myndu annað hvort læknast eða einfaldlega drukkna.

Lúter trúði því að hann ætti í heilögum bardaga við sjálfan djöfulinn og sagðist hann hafa háð marga bardaga við hann. Djöfullinn sjálfur freistaði Lúters víst mjög oft. Til að mynda segir Lúter frá því að djöfullinn hafi reglulega blekkt sig til að snerta „ákveðna líkamshluta“ konu sinnar.

Barátta Lúters við djöfulinn einkenndist þó ekki af endalausum sigrum kölska því kirkjufaðirinn átti það til að snúa vörn í sókn, enda var hann eftir áralöng átök farinn að skilja hvernig best væri að sigra sjálfan djöfulinn:

„Besta leiðin til að losa sig við Djöfulinn, það er ef maður getur ekki drepið hann með ritningunni einni saman, er að gera grín að honum. Einnig er gott að nota tónlist. Djöfullinn hatar tónlist og leggur á flótta þegar hann heyrir hana.“

Lúter segir svo frá einvígi sínu við Djöfulinn þar sem ofangreindar baráttuaðferðir komu greinilega vel að notum. Í miðjum átökum öskraði Lúter á Djöfulinn og sagði:

„Ég er með skít í buxunum, og þú mátt vefja þær utan um háls þinn og þvo munn þinn með þeim.“

Lúter segist hafa skynjað mikinn guðskraft innra með sér eftir að hafa hrópað þessi fleygu orð, svo mikinn reyndar að hann taldi sig vissan um að geta sigrað Kölska með „einu prumpi“.

Lúter var þó ekki alltaf jafn sigurviss og virðist reyndar hafa þjáðst af sjúklegum ótta við hið illa og ekki að ástæðulausu. Hann var sannfærður um að Djöfullinn rændi reglulega ungabörnum í skjóli nætur en setti í staðinn púka í barnsmynd sem þá gerðu foreldrunum lífið leitt.

Lúter var ekki femínisti
Milli þess sem Lúter tefldi við Kölska notaði hann tíma sinn til að skrifa og tjá sig um trú sína og málefni líðandi stundar. Afstaða hans til kvenna var afar skýr og má búast við að femínistum þyki skoðanir hans áhugaverðar svo ekki sé meira sagt.

Hann var meðal annars þeirrar skoðunar að konur væru skapaðar af Guðs hendi til þess eins að sitja heima, gera húsverkin og ala upp börn. Hann taldi í raun helsta hlutverk konunnar vera það að ganga með og fæða börn. Benti hann meðal annars á það að vaxtarlag konunnar hentaði einkar vel til heimasetu. Lúter tók þessu guðlega hlutverki kvenna mjög alvarlega:

„Ef þær verða þreyttar og jafnvel þó þær deyi, þá skiptir það ekki máli. Það er í lagi þó þær deyi við barnsburð því það er tilgangur þeirra.“

Lúter varaði okkur einnig við því að Djöfullinn tæki sér reglulega bólfestu í líkama kvenna og því ættu menn að fara varlega í að treysta kvenfólkinu:

„Þó að við liggjum við hliðina á því sem virðist vera kona af holdi og blóð þá er það ekki alltaf svo. Stundum er það djöfullinn í kvenlíki“.

Lúter hvetur til bændaslátrunar
Þátttaka Lúters í þýsku bændauppreisninni árið 1524 hafði hræðilegar afleiðingar. Lúter hafði áður hvatt bændur óbeint til uppreisnarinnar en hvatti síðan furstana og lénsherrana til að murka lífið úr þeim bændum sem tóku þátt. Lúter skrifaði ofstækisfullt áróðursplagg sem hann nefndi „Gegn hinum þjófóttu og morðóðu bændum„. Skilaboð Lúters til yfirvalda voru skýr og villimannsleg:

„…skerið þá, slátrið og stingið… munið að það er ekkert eins eitrað, siðspillandi og djöfullegt eins og uppreisnarmaður.“

Það þarf því varla að koma á óvart að bændurnir voru drepnir og pyntaðir í tugþúsunda tali. Það verður ekki betur séð en að hinn virti Lúter hafi ekki aðeins lagt blessun sína yfir þá ógurlegu stríðsglæpi sem framdir voru heldur beinlínis hvatt til þeirra.

Lúter taldi kröfu bænda um að losna undan bændaánauð (þrældómi) vera ósættanlega og vera „gegn boðskap guðspjallanna,“ eins og hann orðaði það. Talið er að um 100 þúsund bændum hafi verið slátrað í kjölfarið.

Gyðingahatarinn Lúter

„Það væru mistök að myrða þá [gyðingana] ekki.“ – Marteinn Lúter

Eitt helsta persónueinkenni Lúters var að hann var ofstækisfullur gyðingahatari. Hatur hans á gyðingum hafði svo mikil áhrif á skrif hans og líf að það sætir undrun hve fáir vita um þessa skuggalegu ástríðu hans. Lúter var gyðingahatari allt sitt líf og ef eitthvað er varð hann ákafari andstæðingur gyðinga eftir því sem hann varð eldri. Árið 1543 skrifaði hann heila bók sem hann tileinkaði gyðingum. Bókina kallaði hann: „Um gyðingana og lygar þeirra„. Í henni hvatti hann meðal annars til þess að gyðingar yrðu myrtir og bænahús þeirra brennd.

Skrif Lúters höfðu töluverð áhrif á Þýskaland nasismans og vitnaði Adolf Hitler sjálfur mikið í Lúter í ræðum sínum. Samkvæmt sagnfræðingnum Friedrich Heer sagði Hitler að hann teldi að Lúter hefði „undirbúið jarðveginn“. Bók Lúters var reyndar svo mikið í hávegum höfð hjá nasistum að frumeintak hennar var haft til sýnis á flokksþingum nasista í Nuremberg.

Einn helsti hugmyndafræðingur nasista, Julius Streicher, varði sig í Nuremberg stríðsréttarhöldunum sem haldin voru eftir seinna stríð með því að hann hefði aldrei sagt neitt um gyðinga sem Marteinn Lúter hefði ekki sagt 400 árum áður.

Hvað varðar gyðinga voru þeir Hitler og Lúter skoðanabræður. Í bók sinni „Um gyðingana og lygar þeirra“ segir Lúter meðal annars:

Moreover, they are nothing but thieves and robbers who daily eat no morsel and wear no thread of clothing which they have not stolen and pilfered from us by means of their accursed usury. Thus they live from day to day, together with wife and child, by theft and robbery, as arch-thieves and robbers, in the most impenitent security.

However, they have not acquired a perfect mastery of the art of lying; they lie so clumsily and ineptly that anyone who is just a little observant can easily detect it. But for us Christians they stand as a terrifying example of God’s wrath.

but then eject them forever from this country. For, as we have heard, God’s anger with them is so intense that gentle mercy will only tend to make them worse and worse, while sharp mercy will reform them but little. Therefore, in any case, away with them!

In brief, dear princes and lords, those of you who have Jews under your rule– if my counsel does not please you, find better advice, so that you and we all can be rid of the unbearable, devilish burden of the Jews, lest we become guilty sharers before God in the lies, blasphemy, the defamation, and the curses which the mad Jews indulge in so freely and wantonly against the person of our Lord Jesus Christ, his dear mother, all Christians, all authority, and ourselves. Do not grant them protection, safe-conduct, or communion with us…. .With this faithful counsel and warning I wish to cleanse and exonerate my conscience.

Accordingly, it must and dare not be considered a trifling matter but a most serious one to seek counsel against this and to save our souls from the Jews, that is, from the devil and from eternal death.

What shall we Christians do with this rejected and condemned people, the Jews? Since they live among us, we dare not tolerate their conduct, now that we are aware of their lying and reviling and blaspheming. If we do, we become sharers in their lies, cursing and blasphemy. Thus we cannot extinguish the unquenchable fire of divine wrath, of which the prophets speak, nor can we convert the Jews. With prayer and the fear of God we must practice a sharp mercy to see whether we might save at least a few from the glowing flames. We dare not avenge ourselves. Vengeance a thousand times worse than we could wish them already has them by the throat. I shall give you my sincere advice:

Eftirfarandi ráðleggingar Lúters hljóta að særa réttlætiskennd allra siðprúðra manna:

First to set fire to their synagogues or schools and to bury and cover with dirt whatever will not burn, so that no man will ever again see a stone or cinder of them. This is to be done in honor of our Lord and of Christendom, so that God might see that we are Christians, and do not condone or knowingly tolerate such public lying, cursing, and blaspheming of his Son and of his Christians. For whatever we tolerated in the past unknowingly – and I myself was unaware of it – will be pardoned by God. But if we, now that we are informed, were to protect and shield such a house for the Jews, existing right before our very nose, in which they lie about, blaspheme, curse, vilify, and defame Christ and us (as was heard above), it would be the same as if we were doing all this and even worse ourselves, as we very well know.

Second, I advise that their houses also be razed and destroyed. For they pursue in them the same aims as in their synagogues. Instead they might be lodged under a roof or in a barn, like the gypsies. This will bring home to them that they are not masters in our country, as they boast, but that they are living in exile and in captivity, as they incessantly wail and lament about us before God.

Third, I advise that all their prayer books and Talmudic writings, in which such idolatry, lies, cursing and blasphemy are taught, be taken from them.

Fourth, I advise that their rabbis be forbidden to teach henceforth on pain of loss of life and limb. For they have justly forfeited the right to such an office by holding the poor Jews captive with the saying of Moses (Deuteronomy 17 [:10 ff.]) in which he commands them to obey their teachers on penalty of death, although Moses clearly adds: „what they teach you in accord with the law of the Lord.“ Those villains ignore that. They wantonly employ the poor people’s obedience contrary to the law of the Lord and infuse them with this poison, cursing, and blasphemy. In the same way the pope also held us captive with the declaration in Matthew 16 [:18], „You are Peter,“ etc, inducing us to believe all the lies and deceptions that issued from his devilish mind. He did not teach in accord with the word of God, and therefore he forfeited the right to teach.

Fifth, I advise that safe-conduct on the highways be abolished completely for the Jews. For they have no business in the countryside, since they are not lords, officials, tradesmen, or the like. Let them stay at home. […]

Sixth, I advise that usury be prohibited to them, and that all cash and treasure of silver and gold be taken from them and put aside for safekeeping. The reason for such a measure is that, as said above, they have no other means of earning a livelihood than usury, and by it they have stolen and robbed from us all they possess. Such money should now be used in no other way than the following: Whenever a Jew is sincerely converted, he should be handed one hundred, two hundred, or three hundred florins, as personal circumstances may suggest. With this he could set himself up in some occupation for the support of his poor wife and children, and the maintenance of the old or feeble. For such evil gains are cursed if they are not put to use with God’s blessing in a good and worthy cause. […]

Seventh, I commend putting a flail, an ax, a hoe, a spade, a distaff, or a spindle into the hands of young, strong Jews and Jewesses and letting them earn their bread in the sweat of their brow, as was imposed on the children of Adam (Gen 3[:19]). For it is not fitting that they should let us accursed Goyim toil in the sweat of our faces while they, the holy people, idle away their time behind the stove, feasting and farting, and on top of all, boasting blasphemously of their lordship over the Christians by means of our sweat. No, one should toss out these lazy rogues by the seat of their pants.

Það þarf því engan að undra að margir telja að Lúter hafi verið andlegur leiðtogi Adolfs Hitlers

Áfram segir „siðbótamaðurinn“ Lúter:

Accordingly, it must and dare not be considered a trifling matter but a most serious one to seek counsel against this and to save our souls from the Jews, that is, from the devil and from eternal death. My advice, as I said earlier, is:

First, that their synagogues be burned down, and that all who are able toss in sulphur and pitch; it would be good if someone could also throw in some hellfire. That would demonstrate to God our serious resolve and be evidence to all the world that it was in ignorance that we tolerated such houses, in which the Jews have reviled God, our dear Creator and Father, and his Son most shamefully up till now but that we have now given them their due reward.

But what will happen even if we do burn down the Jews’ synagogues and forbid them publicly to praise God, to pray, to teach, to utter God’s name? They will still keep doing it in secret. If we know that they are doing this in secret, it is the same as if they were doing it publicly. For our knowledge of their secret doings and our toleration of them implies that they are not secret after all and thus our conscience is encumbered with it before God…

I wish and I ask that our rulers who have Jewish subjects exercise a sharp mercy toward these wretched people, as suggested above, to see whether this might not help (though it is doubtful). They must act like a good physician who, when gangrene has set in, proceeds without mercy to cut, saw, and burn flesh, veins, bone, and marrow. Such a procedure must also be followed in this instance. Burn down their synagogues, forbid all that I enumerated earlier, force them to work, and deal harshly with them, as Moses did in the wilderness, slaying three thousand lest the whole people perish. They surely do not know what they are doing; moreover, as people possessed, they do not wish to know it, hear it, or learn it. There it would be wrong to be merciful and confirm them in their conduct. If this does not help we must drive them out like mad dogs, so that we do not become partakers of their abominable blasphemy and all their other vices and thus merit God’s wrath and be damned with them. I have done my duty. Now let everyone see to his. I am exonerated.“

My essay, I hope, will furnish a Christian (who in any case has no desire to become a Jew) with enough material not only to defend himself against the blind, venomous Jews, but also to become the foe of the Jews’ malice, lying, and cursing, and to understand not only that their belief is false but that they are surely possessed by all devils. May Christ, our dear Lord, convert them mercifully and preserve us steadfastly and immovably in the knowledge of him, which is eternal life.

Lúter er eflaust ánægður með að það var hlustað á hann. Ofsóknir Hitlers voru beinlínis kokkaðar upp úr þessum tillögum hans. Sorglegt… en satt.

Sagan sett í samhengi
Lúter var umbótamaður og olli straumhvörfum í trúar- og menningarlífi Evrópu. Það breytir því ekki að hann var líka gyðingahatari, kvenhatari og ofstækismaður. Til þess að skilja hver Lúter var, verður að skoða allar hliðar lífs hans. Þegar það er gert kemur í ljós að hann var ekki góður maður. Lúter var ekki einhver sem verðugt er að líta upp til.

Ítarefni:
Áhugasamir geta sótt „Um gyðingana og lygar þeirra“ hér.
Wallace et.al., The Intimate Sex Lives of Famous People
Robertson, History of Christianity
Fisher, A History of Europe
McCabe, The Social Record of Christianity
http://www.ffrf.org/fttoday/back/hakeem/
http://www.nobeliefs.com/luther.htm
http://www.geocities.com/paulntobin/luther.html

Deildu