Mulholland Dr.

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/04/2002

20. 4. 2002

Ég fór í bíó í gær með Binna vini mínum á Mulholland Dr. Það er skemmst frá því að segja að þessi mynd er mögnuð. Örugglega súrrealískasta mynd sem ég hef á ævinni séð. Leikstjóranum, David Lynch, tekst alltaf að búa til einstaklega draumkenndar mynd. Það má segja að honum takist að gera óraunveruleikann sem […]

Ég fór í bíó í gær með Binna vini mínum á Mulholland Dr. Það er skemmst frá því að segja að þessi mynd er mögnuð. Örugglega súrrealískasta mynd sem ég hef á ævinni séð. Leikstjóranum, David Lynch, tekst alltaf að búa til einstaklega draumkenndar mynd. Það má segja að honum takist að gera óraunveruleikann sem felst í draumkenndu ástandi raunverulegan.


Nú langar mig mikið til að sjá Lost Highway aftur en ég hef ekki séð hana síðan hún var sýnd í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum. Ég man að ég gekk út úr þeirri mynd hugsandi með sjálfum mér: ,,Vá, þessum leikstjóra tókst að kvikmynda martröð“. Óraunveruleikinn sem felst í martröð var sérstaklega raunverulegur í Lost Highway.

Deildu