Til hamingju Skjár einn

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/10/1999

21. 10. 1999

Það var stórskemmtilegt að horfa á fyrstu útsendingu Skjá eins í gær. Greinilegt var að þarna var fólk með metnað og mikinn áhuga að störfum. Ég mun fylgjast spenntur með Skjá einum í framtíðinni. Skjár einn hóf útsendingu sína klukkan 20:00 með íslenskum fréttum undir stjórn Sigursteins Mássonar, fyrrverandi fréttamanni á Stöð 2. Tókst þessi […]

Það var stórskemmtilegt að horfa á fyrstu útsendingu Skjá eins í gær. Greinilegt var að þarna var fólk með metnað og mikinn áhuga að störfum. Ég mun fylgjast spenntur með Skjá einum í framtíðinni.

Skjár einn hóf útsendingu sína klukkan 20:00 með íslenskum fréttum undir stjórn Sigursteins Mássonar, fyrrverandi fréttamanni á Stöð 2. Tókst þessi stutti fréttatími bara nokkuð vel og verður gaman að fylgjast með því hvernig hann mun þróast.

Enn skemmtilegra fannst mér að sjá þáttinn Axel og félagar þar sem Axel nokkur Axelsson fór á kostum sem þáttastjórnandi í spjallþætti, í anda David Lettermans, sem sýndur var í beinni útsendingu. Axel geislaði af sjálfsöryggi og fagmannlegri framkomu og á allt hrós skilið. Lengra komst ég ekki í áhorfi mínu á Skjá einn vegna anna.

Mér sýnist á öllu að Skjár einn sé afbragðs dæmi um það hvaða framlag einkareknar sjónvarpsstöðvar geta gefið til íslenskrar dagskrárgerðar. En eftir því sem mér skilst þá verður um helmingur alls sjónvarpsefnis íslenskt á Skjá einum. Segið svo að það þurfi ríkissjónvarp til þess að tryggja innlenda dagskrágerð!

Til hamingju Skjár einn þið hafið að minnsta kosti eignast einn áhorfanda.

Deildu