Skoðun – nýtt vefrit um þjóðfélagsmál

skodun-2-0_logo_blatt-1200
Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson

Á þessum vefsíðum munu höfundar leitast við að tjá skoðanir sínar hinum ýmsu málefnum á hreinskilinn og opinskáan máta. Almenn umræða um málefni líðandi stundar hefur að mati höfunda átt það til að einkennast ýmist af daufri og hugmyndasnauðri kyrrstöðupólitík eða hrópandi trúarjátningum öfgahópa, hvort sem þeir telja sig til vinstri eða hægri (eða jafnvel miðju). Hér verður gerð tilraun til þess að fjalla um hin ýmsu málefni á opinn en jafnframt rökstuddan máta. Hvort þessi tilraun tekst eða ekki er, að sjálfsögðu, þitt – lesandi góður – að meta.

Deildu þessari grein

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on email
Loka