Utøya

Hvað getum við lært af hryðjuverkunum í Útey?

Í gær voru þrjú ár liðin frá því 69 ungmenni voru myrt í Útey. Átta til viðbótar létu lífið í sprengjuárás í Osló. Mikilvægt er að við gleymum aldrei þessum hræðilega atburði en ekki síður að við reynum að læra af honum. Fordómar, ranghugmyndir og hræðsluáróður öfgasinna getur, eins og dæmin sanna, haft hræðilegar afleiðingar. Voðaverkin […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
bessastaðir

Óumræðileg kosningabarátta

Herra Ólafur Ragnar Grímsson “er lýðræðið” í hugum margra – ekki síst hans eigin. Sjálfur talar hann varla um annað og lítur raunar svo á að sigur hans í forsetakosningunum sumarið 2012 hafi verið “sigur lýðræðislegrar byltingar í landinu“. Hvorki meira né minna. Þess vegna kann sumum fylgismönnum hans að hafa brugðið í brún þegar […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigmundur Davíð - loftárásir

Ofbeldismaður og eineltishrotti skrifar

Ef marka má málflutning sumra stjórnmálamanna er ég bæði ofbeldismaður og eineltishrotti vegna þess að ég leyfi mér að gagnrýna málflutning fólks í valdastöðum. Undanfarið hefur verið í tísku að kalla eðlilega gagnrýni einelti og nýverið fannst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, og sjálfskipuðum talsmanni „rótækrar rökhyggju“ á Íslandi, tilvalið að kalla gagnrýni á Framsóknarflokkinn fyrir […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Gæðamunur er á dagblaðaútgáfu hérlendis og víða erlendis

Blaðaútgáfa og Ísland best

Ég las The Times í lesterferð frá Cardiff til London fyrir stuttu og tók þá eftir því hversu mikið og gott lesefni var í blaðinu. Sérstakt 10 síðna blað var t.d. um HM í fótbolta og hafði það nær engar auglýsingar. Svo var að auki fjallað um íþróttir á um 6 síðum. Þess utan mikið […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Siðmennt og Framsóknarflokkurinn í Reykjavík

Presthjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa afskaplega undarlegan pistil í Fréttablaðið í gær þar sem þau fullyrða að viðhorf Framsóknarflokksins í Reykjavík til trúarbragða séu sambærileg viðhorfum Siðmenntar. Þessi túlkun presthjónanna á stefnu Siðmenntar er eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Siðmennt hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu vegna þessara skrifa en […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Eru flokkspólitískir þrælar að drepa rökræðulistina?

Er rökræðulistin að deyja út á Íslandi eða hefur hún kannski aldrei verið áberandi á þessu skeri? Málsmetandi fólk ræðir mikilvæg mál með stælum, hroka og uppnefningum. Allt of margir neita að færa, eða geta ekki fært, málefnaleg rök fyrir skoðun sinni en ráðast þess í stað á viðmælandann. Sjálfur fell ég of oft í […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir - Dögun

Aðstoðum börn sem búa við fátækt

Í nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að 16% barna á Íslandi búi við hættu á fátækt. Áætlað er að það séu um 12.000 börn. Hvað þýðir það? Hvernig er fyrir barn að alast upp við fátækt á Íslandi? Að alast upp við fátækt getur haft í för með sér félagsleg einangrun. Hún felst  til dæmis í […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Nokkrar spurningar til forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti áðan „hugrenningar“ sínar um moskumálið svokallaða á Fésbókarsíðu sinni. Þessi meistari rökhyggjunnar skrifar tveggja blaðsíðna pistil þar sem hann velur að svara ekki grundvallarspurningum um málið. Í staðinn ákveður hann að fjalla um „umræðuna“. Eins og venjulega kveinkar hann sér undan pólitískum andstæðingum sem hann telur að […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir - Dögun

Dögun og velferðarvinir

Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir - Dögun

Dögun forgangsraðar í þágu barna

Dögun eru róttæk stjórnmálasamtök sem urðu til í kjölfar hrunsins. Á lista Dögunar er fólk sem berst fyrir bættum kjörum fólks af sannfæringu og krafti. Sjálf hef ég alla tíð beitt mér fyrir réttindum þeirra sem hallar mest á í samfélaginu. Mér finnst það vera samfélagsleg skylda að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Ríki og kirkja

Lausnin er veraldlegt samfélag

Hefur þú áhyggjur af ofstækisfullum trúarhópum? Ertu á móti því að borgin gefi múslímum lóð undir mosku? Telur þú tjáningarfrelsið mikilvægt? Viltu tryggja jafnrétti og mannréttindi allra? Fara fordómar í taugarnar á þér? Viltu berjast gegn kúgun kvenna og minnihlutahópa? Óttast þú ágreining milli trúarhópa og vaxandi útlendingaandúð? Þá er lausnin að styðja veraldlegt samfélag […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Um lýðræðishlutverk fjölmiðla

Fyrir þessar kosningar hef ég tekið eftir því að fjölmiðlar taka lýðræðishlutverk sitt misalvarlega. Sem dæmi hefur Fréttablaðið ítrekað „sleppt“ því að ræða við fulltrúa Dögunar í umfjöllun sinni um komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég veit reyndar fyrir víst að Dögun hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá að taka þátt í umfjöllun Fréttablaðsins en […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Framsókn og fólkið sem vill eyðileggja flugvöllinn

Hreiðar Eiríksson frambjóðandi Framsóknarflokksins og flugvallarvina segir á Fésbókarsíðu sinni í dag: „Í dag las ég pistil eftir ungan mann sem vill að Reykjavíkurflugvöllur verði eyðilagður. Hann staðhæfði í pistli sínum að ef svo fer sem horfir, og núverandi meirihluti heldur velli í borgarstjórn Reykjavíkur, þá verði sú niðurstaða ekki túlkuð á annan veg en að […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Aðförin að einkabílnum og annað millistéttarvæl

Nú hef ég undanfarin ár búið bæði í miðbænum og í Grafarvogi. Alltaf á bíl, enda vinnan nokkuð langt frá heimili mínu. Ekki hef ég tekið eftir neinni “aðför” að einkabílnum eða að mér persónulega sem ökumanni. Ég hef reyndar tekið eftir fleiri hjólastígum, að það tekur stundum fimm mínútur að finna bílastæði og í […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Bullið var afhjúpað fyrir kosningar

Ólafur Stephensen skrifar ágætis leiðara í dag um sérálit Péturs Blöndal um skuldaleiðréttingaáform ríkisstjórnarinnar. Ólafur segir Pétur afhjúpa bullið. Þó sérálit Péturs sé ágætt má ekki gleyma því að fjölmargir afhjúpuðu bullið ítrekað fyrir kosningar. Meirihluti landsmanna hlustaði ekki og kaus yfir sig gömlu valdaflokkana með krónumerki í augunum. Það hefur lengi verið ljóst að […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Þrjár spurningar um lekamálið

Ég er með þrjár, líklegast heimskulegar, spurningar um lekamálið mikla. Áhugavert væri að fá svör við þeim frá bæði lögfræðingum og blaðamönnum. 1) Er ekki ólöglegt að birta trúnaðargögn frá stjórnvöldum um einstaklinga án leyfis þeirra sem gögnin fjalla um? Ef það er ólöglegt, sem ég hefði haldið, hafa þá blaðamenn sem birta slíkar upplýsingar […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()
Sigurður Hólm Gunnarsson

Stjórnvöld hunsa fátæka leigjendur

Stjórnvöld leggja allt kapp á (í orði) að bjarga öllum húsnæðiseigendum en gera lítið fyrir leigjendur. Þegar rætt er um „heimilin“ í landinu er átt við eignarhúsnæði ekki leiguhúsnæði. Þessi áhersla er undarleg í ljósi þess að byrði húsnæðiskostnaðar er meiri og hefur aukist meira hjá leigjendum auk þess sem þeir eru í mun meiri […]

Share Button
Lesa áfram · Athugasemdir ()